Iceland Express greindi frá því í dag að félagið áætlar að hefja innanlandsflug næsta vor og að verið sé að skoða möguleika á því að hefja flug til Bandaríkjanna.

Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, að hann reiknaði með því að fargjöld innanlands gætu lækkað um 30-40%.

Fyrst um sinn verður flogið til Akureyrar og Egilstaða. Nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum eru New York og Boston.