Iceland Express mun í september taka í notkun tvær Boeing 737-700 flugvélar. Samningur þess efnis var undirritaður í dag í Húsi verslunarinnar. Vélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hefur fram að þessu notað í millilandaflugi og eyða allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma en þær vélar sem félagið er nú með í notkun.

Allar flugvélar Iceland Express verða nú Boeing 737 eða 757 vélar. Það gerir viðhald og þjálfun áhafna einfaldari.

Boeing 737-700 vélarnar munu hefja flug fyrir Iceland Express í september.

Það er Astreus Airlines, systurfélag Iceland Express sem á og rekur vélarnar sem koma í stað MD90 vélanna sem flogið hafa fyrir Iceland Express.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Iceland Express.