Velta Iceland Express nam tæpum átta milljörðum 2009 og hagnaðurinn var 587 milljónir króna.

Matthias Imsland, forstjóri Iceland Express segir þokkalegan rekstrarhagnað vera á árinu 2010 en samt undir væntingum. "Við fórum í mikla fjárfestingu á síðasta ári í uppbyggingu áleiðakerfi með fjölgun áfangastaða og fórum í kostnaðarsama markaðssetningu, t.d í Bandaríkjunum.

Iceland Express hefur vaxið mjög hratt og kannski má segja að þessi vöxtur sem hefur verið hjá okkur hefði mátt vera hægari. Hjá okkur eru um 40 manns á skrifstofu, vel á annað hundrað flugliða í vinnu og að auki starfsmenn dótturfélaga," segir Matthías í viðtali við Viðskiptablaðið. Viðtalið má lesa í heild nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.