*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 29. mars 2013 10:05

Iceland Express í þrot

Iceland Express er fimmta félag Pálma Haraldssonar tengt flugrekstri sem fer í gjaldþrot.

Gísli Freyr Valdórsson
Skarphéðinn Berg Steinarsson var forstjóri félagsins undir það síðasta.
Haraldur Guðjónsson

Óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum á IEMI ehf. sem áður hét Ísland Express og rak ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Express. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson, fv. forstjóri félagsins, í samtali við Viðskiptablaðið.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins nema kröfur í félagið hundruðum milljóna króna en gjaldþrotabeiðnin hefur ekki verið afgreidd af dómstólum.

Rétt er að rifja upp að Wow air keypti sl. haust allan rekstur Iceland Express en félögin höfðu fram að því háð harða samkeppni á lággjaldaflugmarkaði hér á landi. Rétt er að rifja upp að Iceland Express er þar með fimmta félag Pálma, sem tengist flugrekstri með einum eða öðrum hætti, sem verður gjaldþrota.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.