Iceland Express hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Ferðaskrifstofu Íslands, sem inniheldur Úrval útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir. Hjá félögunum starfa rúmlega 70 manns.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu félaganna. Þar segir að Ferðaskrifstofan hafi glímt við rekstrarerfiðleika undanfarna mánuði. „Með kaupunum er tryggt að þeir fjölmörgu farþegar sem keypt höfðu ferðir hjá félaginu, munu ekki verða strandaglópar."

Iceland Express mun koma með nýtt fé inn í reksturinn og tekur við öllum skuldbindingum þess.

Þorsteinn Guðjónsson verður áfram forstjóri félagsins.