Samlokugerðin Sómi er eitt þeirra fyrirtækja sem reynir að innheimta fjármuni frá Iceland Express (IE) eftir að rekstri IE var hætt þegar hluti rekstrarins var seldur til Wow air. DV greinir frá í dag og hefur eftir framkvæmdastjóra Sóma að um sé að ræða fjórar til fimm milljónir sem IE skuldar félaginu.

Í frétt DV segir að Sómi sé einn fjölmargra aðila sem IE skuldar fjármuni. Þá sé staða á eignum IE óljós en félagið heitir í dag IEMI ehf.