Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Mílanó á norðurhluta Ítalíu næsta sumar að því er segir í tilkynningu félagsins. Flogið verður einu sinni í viku, á laugardögum, frá og með júníbyrjun.  Mílanó er önnur stærsta borg Ítalíu.  Borgarbúar í Mílanó eru tæplega  ein og hálf milljón, en á stór-Mílanó svæðinu eru um 7,4 milljónir íbúa.

Mílanó er gjarnan kölluð efnahagsleg höfuðborg landsins, enda hýsir hún kauphöllina. Þá telst hún til helstu háborga heims í tísku og hönnun.   Margar gamlar og fallegar byggingar prýða borgina, auk frægra listasafna.  Þá er stutt að fara í Alpana til að skoða sig um og njóta einstæðrar náttúrufegurðar.