Iceland Express hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á  rekstri Ferðaskrifsofu Íslands að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að úr því geti orðið sterkt félag sem veiti öðrum harða samkeppni.

Eins og fram kom á vb.is í gær hefur Ferðaskrifstofa Íslands unnið að endurfjármögnun félagsins að undanförnu.

Seinkun hefur orðið á flugi milli Íslands og Tenerife, síðasta sólarhring, vegna þessa.

Ferðaskrifstofa Íslands á og rekur Sumarferðir, Plúsferðir og Úrval Útsýn.