Iceland Foods matvörukeðjan hyggst greiða hluthöfum fyrirtækisins út um 330 milljónir punda, um 63 milljarða króna, í arð. Skilanefnd Landsbanka Íslands á um tvo þriðju hluta allra hlutabréfa í Iceland. Þetta kom fram á vef Liverpool Daily Post í gær. Iceland Foods keðjan hefur gengið ákaflega vel á undanförnum árum.

Félagið, sem er óskráð, rekur um 770 verslanir og um 22 þúsund manns vinna hjá því. Iceland Foods hagnaðist um 110 milljónir punda, um 21 milljarð króna, fyrir skatta á síðasta ári. Velta félagsins var 2,3 milljarðar punda, eða um 436 milljarðar króna. Iceland Foods var upphaflega í eigu Baugs sem eignaðist það árið 2005 með því að kaupa þáverandi móðurfélag þess, Big Food Group, á rúmlega 60 milljarða króna.