Tekið er tillit til eignarhlutar Landsbankans í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods í nýju uppgjöri skilanefndar á eignasafni bankans sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Vb.is vísaði í morgun í frétt Fréttablaðsins þar sem sagði að við mat skilanefndar á væntum endurheimtum úr búi Landsbankans væri ekki tekið tillit til verðmætis Icelands.

Páll Benediktsson segir við dv.is að þetta sé ekki rétt.

Á fundinum í gær kom fram að slitastjórnin hefði breytt lánum í Iceland Foods í hlutafé. Við það hefði verðmæti Iceland í bókunum hækkað í átt að hugsanlegu markaðsverði verslanakeðjunnar þegar hlutur Landsbankans verður seldur. Þó er sú hækkun ekkert í samræmi við það verð sem hefur komið fram í fjölmiðlum að hægt sé að selja Iceland á tvo milljarða punda.