Breska matvörukeðjan Iceland hagnaðist um 184 milljónir punda fyrir skatta og gjöld á síðasta rekstrarári. . Þetta er 18,5% aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Malcolm Walker, forstjóri verslunarinnar, segir í samtali við breska fjölmiðla þetta ánægjulega niðurstöðu enda hafi hagur verslunarinnar vænkast hvert einasta ár síðan hann settist aftur í forstjórastólinn árið 2005.

Iceland var að mestu leyti í eigu Íslendinga þar til í mars þegar Malcolm Walker og fleiri fjárfestar keyptu reksturinn af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir rúman einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna. Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, vinnur nú að því ásamt Walker að opna verslun hér á landi undir merkjum Iceland. Líklegt þykir að af því geti orðið um verslunarmannahelgina.

Fram kemur í neðmiðlinum Retail Week að velta hafi numið 2,6 milljörðum punda sem er 94% aukning á milli ára.