Breska fjarskiptafyrirtækið BT hefur gert sjö ára þjónustusamning við bresku matvælakeðjuna Iceland, sem er í eigu Baugs og annarra íslenskra fjárfesta, en samningurinn hljóðar upp á rúma 2,4 milljarða króna, segir í frétt Telecomworldwide.

Með nýja samningnum er núverandi samningur BT við Iceland framlengdur um fimm ár og mun BT veita fyrirtækinu sérsniðnar tæknilausnir með það að markmiði að draga úr kostnaði. Tarsem Dhaliwal, fjármálastjóri Iceland, segir BT veita góða þjónustu og hafi nú aflað sér mikillar þekkingar á rekstri Iceland og því sé áframhaldandi samstarf ákjósanlegt.