Ný spá bendir til að hagnaður Iceland Foods í Bretlandi í ár verði 30 til 40 milljón pundum meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta er samkvæmt verðmætamati sem sent var til þeirra sem vilja kaupa 77% hlut í verslunarkeðjunni af skilanefnd Landsbankans. Reuters fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem sagði eru tengjast söluferlinu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Samkvæmt nýju mati er búist við að tekjur Iceland Foods í ár fyrir skatta verði á bilinu 220-230 milljarðar punda eða á bilinu tæplega 41 til rúmlega 42,5 milljarðar íslenskra króna. Fyrri spá gerði ráð fyrir að tekjurnar yrðu 188 milljarðar punda eða tæplega 35 milljarðar króna. Vonir standa til að ný tekjuspá þýði að auðveldara verði að selja félagið á viðunandi verði. Í fyrstu umferð söluferlisins buðu kaupendur á bilinu 1,2 til 1,5 milljarða punda í Iceland Foods. Það eru nærri 280 milljarðar íslenskra króna.

Samkvæmt RÚV hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að fjárfestingarfélögin Bain, BC Partners, Blackstone og TPG hafi gert tilboð í Iceland Foods. Það hafi verslunarkeðjurnar Asda og Wm Morrison einnig gert.