Breska matvörukeðjan Iceland hefur nú keypt alls 51 verslun þar sem áður var starfrækt Woolworths verslun, sem nýlega var tekið til gjaldþrota skipta og 200 verslunum keðjunnar lokað nú fyrstu daga ársins.

Flestar verslanirnar sem keyptar voru eru á suðurhluta Englands, þar af tíu í Lundúnum.

Í frétt BBC um málið er talið að opnun Iceland verslananna muni skapa allt að 2.500 störf. Rétt er þó að hafa í huga að gjaldþrot Woolworths kostaði um 27.000 manns starfið.

Báðar keðjurnar eru að hluta til í eigu Baugs.

Iceland reyndi fyrst að kaupa verslanir Woolworths í ágúst síðastliðnum en stjórnendur Woolworhts höfnuðu tilboðinu og sögðu það með öllu „óásættanlegt“,