Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun í dag undirrita áframhaldandi samning um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku, sem ber heitið Iceland Naturally.

Auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru Icelandic Group, Icelandair, Bláa lónið, ISAVIA, Reyka Vodka, Icelandic Glacial Water, Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið aðilar að samningnum.

Iceland Naturally er samstarfsverkefni ofangreindra aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku í huga og sameinar krafta Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í Norður-Ameríku.

Við undirritunina verður farið yfir árangur af verkefninu á undanförnum árum.