Fyrsta alþjóðlega glæpahátíðin á Íslandi, Iceland Noir, hefst í dag. Það eru einkum rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir auk Quentin Bates sem hafa haft veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar.

„Við eigum von á nítján erlendum höfundum / þýðendum / gagnrýnendum, auk þess sem þrettán íslenskir höfundar taka þátt, og hópur erlendra gesta er líka á leið til landsins til þess eins að fylgjast með hátíðinni,“ segir Ragnar.

Skráning hefur gengið svo vel að nánast er orðið fullt í Norræna húsið á laugardaginn, þar sem hátíðin fer fram þann daginn. Hátíðin stendur þó yfir í fjóra daga þannig að alls kyns viðburðir verða í boði. Meðal annars er hægt að fara í glæpagönguferð um Reykjavík á slóðir Arnaldar, glæpasagnanámskeið og Kósý glæpakvöld á sunnudeginum.

Iceland Noir hefur þegar vakið töluverða athygli utan Íslands og The Guardian valdi hana á dögunum sem eina af bestu glæpasagnahátíðum í heimi,

Ýmsir þekktir rithöfundar verða hér á landi í tilefni hátíðarinnar. Þeirra á meðal eru Ann Cleeves frá Bretlandi, höfundur bókanna um Veru lögreglukonu sem sýndir hafa verið á RÚV, Dr. John Curran, fremsti sérfræðingur heims í verkum Agöthu Christie og Jorn Lier Horst handhafi Glerlykilsins 2013.