Ferðaútgáfuhluti útgáfufélagsins Heims hefur verið seldur til félagsins MD Reykjavík sem gefur út blaðið What's On. MD Reykjavík gefur út blaðið What's On og er í eigu Sigþórs Marteins Kjartanssonar. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is.

Í kaupunum er meðal annars innifalið tímaritið Iceland Review. Hins vegar verða tímaritin Frjáls verslun og vísbending áfram hjá Heimi.

Haft er eftir Jóhannesi Benediktssyni, útgefanda Iceland Review, að þetta væru góðir menn sem væru að kaupa góð blöð.