*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Innlent 3. október 2019 17:15

Iceland Seafood á aðalmarkað

Iceland Seafood hefur verið skráð á Firsth North markaðnum en hyggst fara á aðalmarkað. Almennt útboð hefst 16. október.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International.

Stjórn Iceland Seafood International hf. hefur óskað eftir því að öll hlutabréf í félaginu verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Almennt útboð á hlutabréfunum hefst klukkan 12:00 miðvikudaginn 16. október næstkomandi og lýkur klukkan 16:00 föstudaginn 18. Október, tveimur dögum síðar. Útboðið tekur til 225.000.000 hluta eða 9,63% heildarhlutafjár í félaginu og verður tekið við áskriftum rafrænt á vef Kviku banka.

Innkoma félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland var fyrst tilkynnt um í fyrra en Viðskiptablaðið fjallaði um það á sínum tíma.