*

sunnudagur, 5. júlí 2020
Innlent 26. febrúar 2020 16:37

Iceland Seafood hækkaði mest

Gengi hlutabréfa ríflega helmings félaga sem skráð eru í Kauphöllina lækkaði í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood International, en bréf félagsins voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar undir lok síðasta árs.
Eyþór Árnason

Gengi hlutabréfa ríflega helmings þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Nasdaq á Íslandi lækkaði í viðskiptum dagsins. Gengi úrvalsvísitölunnar OMXI10 lækkaði um 0,84% og stendur nú í 2.063,13 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 5,9 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Iceland Seafood hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,56% í 101 milljóna króna veltu. Næst mest hækkaði svo gengi Símans eða um 3,09% í 812 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,75% í 226 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi Sýnar, um 2,19% í aðeins 17 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq Iceland Seafood