Hlutabréf í Iceland Seafood hækkuðu mesta allra skráðra félaga í dag eða um 3,4% í 557 milljóna króna veltu eftir sterka afkomu á fyrsta ársfjórðungi. Hlutabréf í Brim hækkuðu næst mest eða um 3,4 í 95 milljóna krónu veltu og þá hækkuðu bréf Arion um 0,8% í 320 milljóna króna veltu.

Viðskiptablaðið fjallaði í gær um að hagnaður Iceland Seafood hafi aukist um 47% miðað við sama tímabili í fyrra. Þá skrifaði félagið einnig undir viljayfirlýsingu um kaup 80% hlut í spænska smásölufyrirtækinu Ahumados Dominguez. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 30% það sem af er árs og rúmlega tvöfaldast á ársgrundvelli.

Ágætis velta var á hlutabréfamarkaði í dag og nam hún um 3,2 milljörðum króna. Mesta veltan var með hlutabréf Símans en þau lækkuðu um 1,6% í 744 milljóna króna veltu. Þriðja mesta velta dagsins var með hlutabréf Reita en þau lækkuðu um 0,2% í 422  milljóna krónu veltu.

Sýn lækkaði mest allra félaga annan dag í röð. Lækkuðu þau um 3,8% í 112 milljóna veltu. Reginn lækkaði næst mest eða um 2,4% í 37 milljón króna veltu og þá lækkuðu hlutabréf Icelandair um 1,8% í 95 milljóna króna veltu.