Hlutabréf Iceland Seafood hafa lækkað um 4,35% það sem af er degi.

Í gær tilkynnti félagið að það hyggðist yfirgefa Bretlandsmarkað en sá markaður hefur verið um 10% af veltu félagsins.

Ástæðan er Covid-19 og erfiðleikar í tengslum við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sérstaklega varðandi fiskinnfluting frá Asíu til Bretlands.

Um 200 manns starfa hjá félaginu í Bretlandi, aðallega í Grimsby, en félagið hyggst nú freista þess að selja starfsemi sína.