*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 23. maí 2016 09:33

Iceland Seafood á markað

Stjórn Iceland Seafood International hf. hef­ur ákveðið að óska eft­ir því að hluta­bréf fé­lags­ins verði tek­in til viðskipta.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórn Iceland Seafood International hf. hef­ur ákveðið að óska eft­ir því við Nas­daq Ice­land að hluta­bréf fé­lags­ins verði tek­in til viðskipta á First North makaðnum. Samkvæmt tilkynningu má vænta þess að viðskipti geti haf­ist 25. maí næst­kom­andi.

Kvika banki hf. hafði umsjón með lokuðu fagfjárfestaútboði á 40% hlut í Iceland Seafood International sem lauk þann 11. maí 2016. Markaðsvirði hlutarins var 2,8 milljarðar króna og seldist allur hluturinn til breiðs hóps fjárfesta. Iceland Seafood International hefur hafið undirbúning fyrir skráningu á First North markaðinn og birti í dag skráningarlýsingu sem er aðgengileg á heimasíðu félagsins www.icelandseafood.is.

Iceland Seafood International er sölu- og markaðsfyrirtæki í útflutningi á ferskum, frosnum og söltuðum sjávarafurðum. Félagið var stofnað árið 1932 og starfsemi félagsins nær til allra helstu sjávarútvegsmarkaða heims. Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi og félagið starfrækir sjö starfsstöðvar í Evrópu og Norður Ameríku

Í lokuðu útboði voru seld ný hlutabréf í félaginu sem námu 10% af heildar hlutafé félagsins. Þess til viðbótar seldi stærsti hluthafi félagsins, International seafood holdings, 30% af útistandandi hlutafé sínu félagsins í útboðinu og á því í dag 60% af hlutafé Iceland seafood International. 

Stikkorð: Iceland Seafood