*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 8. október 2015 13:50

Iceland Seafood tapaði 55 milljónum

Tap var á rekstri Iceland Seafood International í fyrra, en hagnaður ef aðeins er horft á áframhaldandi starfsemi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Iceland Seafood International ehf. tapaði 390.000 evrum á síðasta ári, eða sem samsvarar um 55 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega milli ára, en árið 2013 nam það 5,6 milljónum evra.

Tapreksturinn orsakast að miklu leyti af rekstri sem hætt var á árinu. Um er að ræða heildsölurekstur með frosnar vörur í Þýskalandi, auk þess sem fyrirtæki í Grikklandi, Iceland Seafood Hellas S.A., var selt á síðasta ári. Þegar aðeins er horft á áframhaldandi starfsemi var 2 milljóna evra hagnaður af rekstri Iceland Seafood International.

Framlegð fyrirtækisins jókst um 3,5% milli ára og nam 35,3 milljónum evra á síðasta ári, eða sem samsvarar um 5 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Handbært fé frá áframhaldandi starfsemi var neikvætt um 905.000 evrur á síðasta ári. Hins vegar var 11 milljóna evra jákvætt handbært fé frá rekstri sem hætt var á árinu.

Eignir Iceland Seafood námu 87 milljónum evra í lok síðasta árs eða sem nemur um 12 milljörðum króna. Eigið fé fyrirtækisins var um 8,4 milljónir evra, eða sem samsvarar um 1,2 milljörðum króna.

92% hlutafjár Iceland Seafood Internatiional ehf. var í eigu félagsins Iceland Seafood Holding s.a.r.l. í lok síðasta árs. Það félag er skráð í Lúxembúrg.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is