*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 25. desember 2011 10:03

Iceland Seafood við núllið

Rekstrartekjur í fyrra voru um 24 milljarðar króna og EBITDA-hagnaður 250 milljónir.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Iceland Seafood var rekið með um 140 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra en EBITDA-hagnaður félagsins nam rúmum 250 milljónum króna á móti um 410 milljónum árið áður. Rekstrartekjur Iceland Seafood námu um 151 milljón evra í fyrra eða um 24 milljörðum íslenskra króna og jukust um 13,5% milli ára í evrum talið. Heildareignir félagsins námu tæplega fimm milljörðum króna og þar af var eigið fé liðlega 800 milljónir og eiginfjárhlutfall því um 16,6%. Af skuldum félagsins var rétt innan við 60% við móðurfélagið Iceland Seafood International ehf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is