Breska matvöruverslunarkeðjan Iceland, sem meðal annars er í eigu Baugs og eignarhaldsfélagins Fons, hefur aukið markaðshlutdeild sína á breska matövurmarkaðnum, samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu TNS.

Iceland er eina matvörukeðjan sem eykur við hlutdeild sína, en mælingin nær yfir tólf vikna tímabil til 13. ágúst.

Makaðshlutdeild félagins jókst í 1,6% úr 1,5% á tímabilinu á meðan hlutdeild Tesco, stærstu matvöruverslunarkeðju Bretlands, dróst saman í 31,4% úr 31,5&.

Markaðshlutdeild Somerfield-verslunarkeðjunnar stóð í stað á tímabilinu og nam 4,2%, en Kauþing banki er töluvert stór hluthafi í fyrirtækinum.

Sérfræðingar segja að ekki sé mikið að marka hreyfingarnar á tímabilinu þar sem þær eru ekki nógu miklar til að vera afgerandi.