*

laugardagur, 16. nóvember 2019
Innlent 4. október 2019 15:10

Icelandair aflýsir flugi frá Keflavík

Icelandair hefur aflýst öllum flugferðum síðdegis í dag vegna veðurs.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur aflýst öllum flugferðum til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis í dag vegna veðurs. Þrettán brottfarir voru á áætlun hjá Icelandair á milli 16:15 og 17:10 í dag, flestar til Kanada og Bandaríkjanna en samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar hefur þeim öllum verið aflýst.

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og miðhálendinu. Klukkan þrjú fór vindur í hviðum í 27 metra á sekúndu á Keflavíkurflugvelli og búist er við að að það bæti frekar í vind á næstu klukkustundum samkvæmt spá Veðurstofunnar.

Stikkorð: Icelandair