Icelandair hefur boðað til starfsmannafundar klukkan13 í dag. Fundurinn var boðaður áður en tilkynnt var um ferðabann Bandaríkjaforseta við Evrópu. Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins.

Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst eru allir starfsmenn boðaðir á fundinn, en hann verður haldinn sem fjarfundur.

Hlutabréf flugfélaga hafa verið í frjálsu falli í kjölfar ferðabannstilkynningarinnar, og Icelandair féll um 23% í fyrstu viðskiptum nú fyrir skömmu.