Icelandair Cargo mun hefja flug til Halifax í Kanada frá og með morgundeginum, 7. desember. Stefnt er að því að fljúga einu sinni í viku milli Halifax og Íslands, en þetta flug kemur sem hluti af farktflugsáætlun Icelandair Cargo til New York í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Cargo. Flogið er frá Keflavik til New York á miðvikudögum og laugardögum en ákveðið hefur verið að millilenda í Halfax á leiðinni frá New York á miðvikudögum og taka lifandi humar sem flogið verður með til Íslands og áfram til Skandinaviu og Meginlands Evrópu.

„Það eru miklir flutningar á lifandi humri frá norð-austurströnd Ameríku til Evrópu,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningunni.

„Við höfum sinnt þessum flutningum hingað til með farþegavélum Icelandair frá Boston og Halifax, en nú ætlum við að auka hlutdeild okkar í þessum flutningum með því að bjóða þjónustu á fraktvélum. Með þessu flutningum næst að búa til aukið framboð á Evrópuleiðum Icelandair Cargo“