Flugfélagið Icelandair stóð frammi fyrir því að þurfa segja upp 20-30 flugþjónum um mánaðarmótin. Til þess kom þó ekki,  að sögn Birkis Hólm Guðnasonar, forstjóra flugfélagsins.

Birkir Hólm segir að starfsmenn hafi verið beðnir um fara í hlutastarf eða í launalaust leyfi í einhvern tíma.

„Það var brugðist vel við því,“  sagði hann og nefnir að 71 manns hafi gert svo.

„Það þurfti ekki að segja upp fólk,“ sagði Birkir Hólm á blaðamannafundi í dag en markmiðið með þessum aðgerðum var að forðast uppsagnir.

Líkt og flestir gera sér í hugarlund hafa ferðalög Íslendinga til útlanda dregist saman. Icelandair hefur leggur því áherslu á að laða erlenda ferðamenn til Íslands. Vert er að geta þess að 75% tekna flugfélagsins koma erlendis frá.