Icelandair flutti 68 þúsund farþega í febrúar, sem er 18% aukning á milli ára. Þá nemur farþegafjöldi félagsins fyrstu tvo mánuði ársins tæplega 140 þúsund sem er einnig 18% aukning á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group sem nú sendir mánaðarlega frá sér flutningstölur dótturfélaga sinna.

Tekjur Icelandair á hvern farþega jukust um 24% í febrúar á milli ára, en lækkuðu þó um 9% á milli ára á síðasta ári. Þannig námu tekjurnar í febrúar tæplega 178 milljónum króna en fyrstu tvo mánuði ársins hafa tekjur félagsins aukist um 23% á milli ára.

Farþegafjöldi Flugfélags Íslands í febrúar var um 26.300 sem er 1% fækkun á milli ára. Farþegafjöldi Flugfélags Íslands fyrstu tvo mánuði ársins er því um 50.500 og stendur í stað á milli ára. Tekjur Flugfélags Íslands standa í stað á milli ára.

Samdrátturinn í fraktflugi samstæðunnar heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 6% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Rétt er að hafa í huga að samdrátturinn í fraktflugi hjá dótturfélögum Icelandair Group nam um 28% á milli ára á síðasta ári.