Icelandair mun frá og með 13. nóvember næstkomandi auka sætisframboð sitt til Glasgow. Flugfélagið mun halda áfram að fljúga daglega til skosku borgarinnar en í fjóra daga vikunnar mun verða flogið á Boeing 757-300 vélum sem taka 222 farþega í sæti í stað Boieng 757-200 sem taka 183 farþegar í sæti. Sætaframboð mun því aukast um 156 sæti í hverri viku.

Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson í samtali við Viðskiptablaðið en þetta kom fyrst fram í frétt á vef Air Glasgow .

Í frétt Air Glasgow segir að aukið framboð sé í takt við vaxandi eftirspurn á flugleiðinni milli Glasgow og Keflavíkur. Þar kemur einnig fram að á síðasta ári hafi 91.457 farþegar ferðast á milli á milli flugvallanna tveggja. Þá er einnig bent á að með fluginu til Keflavíkur geti farþegar tekið tengiflug til 16 áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada.