*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Innlent 11. mars 2019 20:20

Icelandair fær tíu milljarða að láni

Icelandair Group hefur gengið frá 80 milljóna dollara láni frá íslenskri lánastofnun.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Haraldur Guðjónsson

Icelandair Group hefur gengið frá samningi um 80 milljóna dollara láni við innlenda lánastofnun að því er kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Fjárhæðin samsvarar um 9,7 milljörðum króna.

Samhliða verða tíu Boeing 757 flugvélar í eigu félagsins settar að veði til tryggingar greiðslu lánsins. Lánstími er til fimm ára en ekki kemur fram á hvaða kjörum lánið er veitt.

Gert er ráð fyrir að lánsfjárhæðin verði nýtt sem hlutagreiðsla inn á útgefin skuldabréf félagsins. Icelandair hefur gefið út að það stefni að uppgreiðslu skuldabréfs félagsins en vegna versnandi afkomu félagsins stenst það ekki lengur upprunalega skilmála skuldabréfsins.