Icelandair Group hefur gengið frá samningi um 80 milljóna dollara láni við innlenda lánastofnun að því er kemur fram í tilkynningu frá Icelandair . Fjárhæðin samsvarar um 9,7 milljörðum króna.

Samhliða verða tíu Boeing 757 flugvélar í eigu félagsins settar að veði til tryggingar greiðslu lánsins. Lánstími er til fimm ára en ekki kemur fram á hvaða kjörum lánið er veitt.

Gert er ráð fyrir að lánsfjárhæðin verði nýtt sem hlutagreiðsla inn á útgefin skuldabréf félagsins. Icelandair hefur gefið út að það stefni að uppgreiðslu skuldabréfs félagsins en vegna versnandi afkomu félagsins stenst það ekki lengur upprunalega skilmála skuldabréfsins.