Frá 28. apríl síðastliðnum hefur gengi bréfa Icelandair lækkað úr 38,9 krónum í 29,7 krónur og nemur það heilum 23,7%. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkað um 12,3% og gengi bréfa Marels um 7,3%.

Í dag hafa hlutabréf um heim allan lækkað verulega og er íslenski markaðurinn þar engin undantekning. Mest hefur lækkunin verið á gengi bréfa Icelandair, eða um 4,19%, þegar þetta er ritað. Annars hefur gengi flugfélaga erlendis einnig lækkað skarpt og má nefna að gengi RyanAir hefur lækkað um 13,75 það sem af er degi.