Verð á hlutabréfum í Icelandair hefur fallið um 10,23% í 133 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Lækkunin kemur í kjölfarið á því að greint var frá því að Icelandair hafi fallið frá kaupum á WOW air.

Öll félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Arion banki, viðskiptabanki WOW air hefur lækkað um 4,6% í 29 milljóna króna viðskiptum.

Þá hefur verð á hlutabréfum í Festi lækkað um 9,5% í 53 milljóna króna viðskiptum og kemur lækkunin í kjölfar uppgjörs fyrirtækisins sem birt var eftir lokun markaða í gær.

Það sem af er degi hefur úrvalsvísitalan lækkað um 3,22%.