Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 22% í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun en lækkunin kemur í kjölfar ferðabanns sem Donald Trump setti á í nótt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Gengi bréfa félagsins er nú í 3,9 krónum á hlut, hefur lækkað um 50% frá áramótum og hefur ekki verið lægra frá því í ársbyrjun 2011.

Miklar lækkanir hafa verið á flestum fyrirtækjum en þegar þetta er skrifað hefur úrvalsvísitalan fallið um rúm 9% en þess ber þó að geta að fyrstu viðskipti dagsins nema einungis um 350 milljónum.

Fyrir utan hlutabréf Icelandair hafa bréf Marel fallið um 10,8%, bréf Festi um 11,2% og bréf Kviku um 10,7%.

Af þeim 16 félögum sem hreyfst í fyrstu viðskiptum hafa öll þeirra lækkað um meira en 5%.