Flugfélagið Icelandair er í fjórða sæti á lista yfir best reknu flugfélög Evrópu samkvæmt nýrri úttekt flugtímaritsins Aviation Week, en Túristi greinir frá þessu.

Í úttektinni er rýnt í ársreikninga flugfélaga um allan heim og þeim gefin einkunn frá 1 upp í 99. Eru fyrirtækin meðal annars dæmd út frá fjárhagslegum styrk, tekjudreifingu og viðskiptamódeli.

Í ár fær Icelandair 62 í einkunn sem skilar félaginu 3. sæti á lista yfir best reknu flugfélög í heimi með veltu undir 500 milljörðum. Í Evrópu fá aðeins flugfélögin Ryanair, Aegean Airlines og Easyjet hærri einkunn en íslenska flugfélagið.