Icelandair hefur gengið frá samstarfssamningi við Alaska Airlines og mun í dag tilkynna um áform um beint flug til Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Samningurinn við Alaska Airlines mun færa farþegum Icelandair tengiflug til annarra borga á vesturströndinni.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins sáu stjórnendur Icelandair sér leik á borði þegar SAS ákvað að hætta að fljúga til Seattle. Þannig telja þeir sig geta boðið farþegum frá Norður-Evrópu fjögurra tíma styttingu á flugi yfir á vesturströndina.

Tengingin við Alaska Airlines er einnig mjög mikilvæg og færir tengingar við borgir eins og Los Angeles og Las Vegas. Alaska Airlines flytur um 15 milljónir farþega árlega.