Icelandair Group flutti 413 þúsund farþega í ágúst í millilandaflugi og voru þeir 17% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýtingin var 89,2% og jókst um þrjú prósentustig milli ára og hefur aldrei verið meiri í ágúst áður. Framboðsaukning á milli ára nam 14%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 33 þúsund í ágúst og fjölgaði um 3% á milli ára.  Framboð félagsins í ágúst var óbreytt samanborið við ágúst 2014. Sætanýting nam 77,5% og jókst um 3,4 prósentustig á milli ára.  Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 7% á milli ára og fraktflutningar jukust um 5% frá því á síðasta ári.

Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins jókst um 3% milli ára. Herbergjanýting var 88,8% samanborið við 88,3% í ágúst í fyrra.