*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 5. júní 2020 10:35

Icelandair flýgur 41 sinni í viku

Icelandair gerir ráð fyrir 41 ferð í seinni hluta júní en það er rúmlega sex sinnum fleiri ferðir en í maí.

Ritstjórn
Icelandair hefur flug til Danmerkur 15. júní næstkomandi.
EPA

Icelandair gerir ráð fyrir fjörutíu og einni ferð í viku til Evrópu og Boston í Bandaríkjunum seinni hlutann í júní. Frá þessu er sagt á vef Túrista.

Það eru talsvert fleiri flug en hafa verið, en í maí voru farnar tuttugu og átta áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli, allar nema ein frá Icelandair. Fjöldi flugferða voru einnig rétt um ein á dag í apríl.

Icelandair gerir því ráð fyrir að félagið sé farið að fljúga rúmlega sex sinnum fleiri ferðir seinni hlutann í júní, samanborið við maí og apríl.

Af þessum tuttugu og átta ferðum í maí voru tólf til Heathrow flugvallar við London, sjö til Stokkhólms og átta til Boston, samkvæmt talningum Túrista. Wizz air var svo með staka brottför til Búdapest.

Stikkorð: Icelandair Evrópa Boston áætlunarflug