*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 8. janúar 2020 15:55

Icelandair flýtir brottför til miðnættis

Raskanir á flugi frá Keflavíkurflugvelli halda áfram. Innritun í níu flug byrja í kvöld og fleiri gætu bæst við.

Ritstjórn
Innritun í morgunflug Icelandair hefst strax klukkan 21:00 í kvöld og brottför verður í mörgum þeirra á miðnætti vegna veðurs.
Haraldur Guðjónsson

Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur ákvörðun verið tekin hjá Icelandair að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn, 9. janúar. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær raskaðist flug félagsins bæði seinni partinn í gær sem og í morgun.

Innritun opnar kl. 21:00 í kvöld, miðvikudaginn 8. janúar og brottfarir verða rétt eftir miðnætti í kvöld (9. janúar), á níu flugum sem hafa áhrif á tæplega 1.700 farþega, en síðan er líklegt að sjö brottfarir til viðbótar sem eiga að vera í fyrramálið verði einnig flýtt, og hafi þá áhrif á 1.300 farþega til viðbótar.

Eftirfarandi flugi verður flýtt til miðnættis í kvöld:

 • FI532 Keflavík - Munchen 00:20
 • FI500 Keflavík - Amsterdam 00:30
 • FI568 Keflavík - Zurich 01:20
 • FI520 Keflavík - Frankfurt 00:05
 • FI554 Keflavík - Brussel 00:05
 • FI306 Keflavík - Stokkhólmur 00:10
 • FI204 Keflavík - Kaupmannahöfn 00:10
 • FI206 Keflavík - Kaupmannahöfn 00:20
 • FI342 Keflavík - Helsinki 00:10

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með flugupplýsingum á heimasíðu Icelandair sem verða uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir. Þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.

Eins og áður segir er jafnframt líklegt að brottfarartímar á eftirfarandi flugi sem einnig er áætlað til Evrópu í fyrramálið muni breytast.

 • FI318 Keflavík - Osló
 • FI440 Keflavík - Manchester
 • FI416 Keflavík - Dublin
 • FI450 Keflavík – London Heathrow
 • FI542 Keflavík - París
 • FI430 Keflavík – Glasgow
 • FI470 Keflavík – London Gatwick.
Stikkorð: Icelandair veður raskanir