Flug Icelandair til Denver-borgar í Bandaríkjunum hefur reynst flugfélaginu happadrjúgt. Á netmiðlinum Fararheill kemur fram að flugfélagið sópi að sér styrkjum og framlögum frá ríki og borð sem þakklætisvott til Evrópu frá borginni.

Um verulegar fjárhæðir er að ræða, samtals 275 milljónir króna. Undir lok febrúar ákváðu borgaryfirvöld í Denver að falla alfarið frá öllum lendingargjöldum fyrsta eina og hálfa árið sem Icelandair notar alþjóðaflugvöllinn í Denver og sparar það Icelandair rúmar 60 milljónir króna. Því til viðbótar endurgreiddi borgin flugfélaginu 190 milljónir króna vegna kynningarstarfa flugsins. Við það bætist svo 25 milljóna króna styrkur sem sérstök nefnd á vegum fylkisstórnarinnar ákvað að veita Icelandair fyrir að komka Denver á flugkortið.