*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 11. mars 2015 18:20

Icelandair greiðir 2,5 milljarða í arð

Arðgreiðslur að fjárhæð 2,5 milljarða króna eða 0,5 kr. á hlut voru samþykktar á aðalfundi Icelandair í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Aðalfundur Icelandair var haldinn á Nordica í dag. Stjórn félagsins lagði til við aðalfund félagsins að greiddur yrði arður til hluthafa að fjárhæð 2,5 milljörðum króna eða 0,5 krónum á hlut. 

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn: Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Magnús Magnússon,  Sigurður Helgason og Úlfar Steindórsson. Stjórnin hefur fundað og kosið Sigurð Helgason formann stjórnar og Úlfar Steindórsson varaformann.

Hagnaður Icelandair í fyrra nam 66,5 milljónum dala samkvæmt ársreikningi félagsins, andvirði um 8,7 milljarða króna, samanborið við 56,4 milljóna dala hagnað árið 2013. Stjórn félagsins leggur til að arður að fjárhæð 2.500 milljónir króna verði greiddar til hluthafa á árinu 2015.

Stikkorð: Icelandair