Hópur fjárfesta frá Tékklandi og Íslandi hafa lagt fram tilboð í tékkneska flugfélagið Czech Airlines.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. Þar segir að það tékkneska fjárfestingafélagið Unimex ásamt flugfélaginu Travel Service sem hafi lagt fram tilboð í félagið. Travel Service er í eigu Icelandair Group.

Czech Airlines er í nú í ríkiseigu en til stendur að einkavæða félagið. Þeir aðilar sem hér var greint frá að ofan lögðu í morgun fram tilboð í félagið. Að sögn talsmanns Travel Service verður því gerð nánari skil síðar.

Til stendur að selja 91,5% hlut í félaginu og hafa yfirvöld í Tékklandi vænst þess að fá um 270 milljónir Bandaríkjadala.