Ákvörðun um viðbótarskráningu hlutabréfa Icelandair Group í kauphöllina í Osló í Noregi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í netútgáfunni í dag og í blaðinu sem kom út í morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu segir að tilkynnt hafi verið um mögulega tvíhliða skráningu í febrúar. Í framhaldi af því hafi SEB Enskilda og Íslandsbanki verið fengnir sem ráðgjafar og undirbúningur gengið vel.

Eins og fram kom í fréttum Viðskiptablaðsins hafa ákveðin úrlausnarefni tengd gjaldeyrishöftum hér hins vegar orðið til þess að stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta skráningarferlinu um óákveðinn tíma.

Nánar er fjallað um málið og uppgjör Icelandair Group í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.