Icelandair Hotels munu opna nýtt 111 herbergja hótel við höfnina í Reykjavík í vor.

Spurður um hótelreksturinn og afkomuna af honum segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, að þar séu menn með ákveðinn böggul sem tengist eldri tímum.

„Loftleiðahótelið og Hilton voru á sínum tíma seld út úr Flugleiðum. Verðið sem fékkst fyrir þau á sínum tíma var gott en það fylgdi sá böggull skammrifi að það eru langtímaleigusamningar og þær leiguskuldbindingar eru okkur dýrar. Að teknu tilliti til þeirra samninga og hversu háir þeir eru mætti afkoman vera betri, það er ljóst. Það segir þó ekki endilega að hún sé léleg.“

Nánar er fjallað um Icelandair Group í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.