Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,99% í dag og stendur nú í 1.710,61 stigum. Hún hefur hækkað um 5,16% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 1,7 milljörðum króna þar af var velta á hlutabréfamarkaði 972,9 milljónir og 738,6 milljónir á skuldabréfamarkaði.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group eða um 2,9% í 63,8 milljón króna viðskiptum. Félagið birti farþegatölur í gær en farþegafjöldi Icelandair í júlí var sá mesti í einum mánuði frá stofnun félagsins. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Haga eftir miklar lækkanir á síðustu dögum og vikum.

Mest velta var með bréf Marel eða 262 milljón króna velta. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 1,49%. Hlutabréfaverð Fjarskipta hækkaði um 1,27% í 253,8 milljón króna viðskiptum í dag.