Icelandair Group hagnaðist um 51,4 milljónir dala, jafnvirði 6.858 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 7,6 milljónum dölum meira en á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin 17% frá sama tíma í fyrra.

Tekjur námu rúmum 317,3 milljónum dala á fjórðungnum samanborið við rúmar 292,5 milljónir í fyrra. Þetta jafngildir 8% aukningiu á milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBiTDA) nam 78 milljónum dala nú samanborið við 70,6 milljónir í fyrra. Aukningin nemur 10%. EBTIDAR nam tæpum 92,7 milljónum dala nú samanborið við rúmar 85,6 milljónir í fyrra. Handbært fé frá rekstri nam 10,1 milljón dala í lok tímabilsins samanborið við 5,3 milljónir til rekstrar í fyrra.

Fram kemur í uppgjöri Icelandair Group að gleðilegt sé að sjá hversu árangurinn sé góður á sama tíma og afkoma margra flugfélaga í heiminum hafi versnað að undanförnu vegna ótryggs efnahagsástands og viðvarandi hás eldsneytisverðs.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannsyni, forstjóra Icelandair Group, í uppgjörstilkynningu, að afkoman er í takt við áætlanir stjórnenda. Spáin fyrir árið er óbreytt en hún gerir ráð fyrir því að EBITDA verði á milli 110 til 115 milljónir dala.

Uppgjör Icelandair Group