Dótturfélög Icelandair Group fluttu 106 þúsund farþega í nóvember, sem er 5% aukning á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group sem nú sendir mánaðarlega frá sér flutningstölur.

Farþegafjöldinn það sem af er ári hefur þó dregist saman um 11% milli ára og nemur um 1.560 þúsund farþegum, samanborið við um 1.740 farþega á sama tíma í fyrra.

Tekjur samstæðunnar á hvern farþega jukust þó um 10% í nóvember á milli ára, en hafa þó lækkað um 11% á milli ára það sem af er þessu ári. Þannig nema tekjurnar það sem af er ári rúmum 3,3 milljörðum króna, samanborið við 3,7 milljarða á sama tíma í fyrra.

Sem fyrr heldur samdrátturinn í fraktflugi samstæðunnar áfram að lækka en í nóvember nam samdrátturinn 22% á milli ára. Það sem af er ári nemur samdrátturinn 29% á milli ára.

Eins og áður hefur verið greint frá er Travel Service, frá og með nóvember 2009,  ekki lengur í meirihlutaeigu Icelandair Group og er því eru tölur vegna þess ekki í mánaðarlegum flutningatölum. Þá hafa tölur frá 2008 jafnframt verið uppfærðar vegna þessa.