Heildarlaun Björgólf Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, á síðasta ári voru um 38,7 milljónir króna eða um 3,2 milljónir króna að meðaltali á mánuði.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Icelandair Group fyrir síðasta ár. Rétt er þó að taka fram að þarna er um að ræða laun og önnur hlunnindi, s.s. bílastyrk, dagpeninga og fleira.

Þá námu laun Sigþórs Einarssonar, aðstoðarforstjóra, 25,5 milljónum króna fyrir síðasta ár, eða 2,1 milljón króna að meðaltali á mánuði. Hér er einnig um að ræða heildarlaun með hlunnindum.

Loks nam launakostnaður 12 stjórnenda dótturfélaga Icelandair Group um 258,7 milljónum króna eða 21,6 milljón króna á mann að meðaltali. Það þýðir að hver stjórnandi dótturfélaga samstæðunnar hafi haft að meðaltali um 1,8 milljón króna í árslaun.

Ljóst má þó vera að stjórnendur dótturfélaga samstæðunnar eru með misjafnar tekjur eftir stærð og umsvifum félaganna, því ber að taka ofangreinum upplýsingum með þeim fyrirvara.