Tæplega 650 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair Group í dag.

Fjöldi viðskipta var 37 og hækkaði gengi bréfanna um 4,85%. Er gengi félagsins nú 3,24 krónur á hlut.

Nýútgefið hlutafé í félaginu var tekið til viðskipta í dag. Nokkrar flagganir hafa borist Kauphöll frá stærstu eigendum félagsins sem tóku þátt í hlutafjárútboðinu. Kemur fram að hlutur Framtakssjóðs Íslands er 29%, Íslandsbanki á 24,7%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 4,8% og Lífeyrissjóður verslunarmanna heldur um 9,7% af hlutafé. Allir aðilarnir nýttu sér forgangsrétt í hlutafjárútboðinu sem hluthafar í félaginu.